Site icon Fitness.is

Úrslit Bikarmóts IFBB í fitness

Bikarmót IFBB, alþjóðasambands líkamsræktarmanna fór fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 18. nóvember. Þrátt fyrir óvenju fámennt mót voru helstu flokkar vel skipaðir og sjá mátti marga nýja keppendur stíga á svið í fyrsta sinn.

Ana Markovic

Ana Markovic varð bikarmeistari í módelfitness eftir harða keppni við Viktorija Borodko og Valentínu Hrefnudóttur sem báðar voru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Ana Markovic er að verða einn reynslumesti keppandi landsins og hefur keppt á fjölmörgum mótum erlendis undanfarin ár. Keppnin á milli þeirra þriggja var mjög jöfn. Ana fékk 10 stig á meðan þær Viktorija og Valentína voru jafnar með 11 stig. Níu dómarar dæma og samkvæmt reglum um jafntefli sigrar sá sem fær fleiri dóma sér í hag frá þessum níu dómurum. Einn dómur réði því úrslitum.

Benoný Helgi Benonýsson

Það var Dagur Óli Rúnarsson sem sigraði í sportfitness en í fitnessflokki karla var það unglingurinn Benoný Helgi Benonýsson sem sigraði bæði unglingaflokkinn og opna flokkinn. Benoný varð því bikarmeistari beggja flokka.

David Nyombo Lukonge

Í vaxtarræktinni var það Íslandsmeistari öldunga, David Nyombo Lukonge, sem einn mætti til keppni og hélt uppi nafni vaxtarræktarinnar sem keppnisgreinar. David hefur keppt á mörgum mótum undanfarin ár og er þess skemmst að minnast að hann sigraði í flokki 40 ára og eldri og varð annar í öflugum flokki á Íslandsmótinu sem haldið var fyrr á þessu ári.

Í wellness kvenna, sem er einskonar „mýkri“ keppnisflokkur en fitnessflokkur kvenna var það Rannveig Anna Jónsdóttir sem varð bikarmeistari. Fyrir skömmu varð Rannveig fjórða í sínum flokki á Heimsbikarmóti IFBB sem haldið var á Spáni.

Íslandsmótið 2023 fer fram í apríl

Næsta mót er Íslandsmótið. Það verður haldið í apríl 2023 og miðað við baksviðsspjall við allmarga keppendur sem voru staddir á bikarmótinu eru margir að stefna á keppni á Íslandsmótinu. Þeir sem eru að huga að því að stíga á svið geta því sett mótið í dagatalið sitt fyrir 2023. Nánari dagsetning verður tilkynnt fyrir áramót.

Úrslit Bikarmóts IFBB í fitness 2022

(Númer – Nafn – Sæti)

Sportfitness karla
1 Dagur Óli Rúnarsson 1
2 Hugi ólafsson 2
3 Mykhaylo Kravchuk 3

Fitness karla unglingafl.
4 Benoný Helgi Benonýsson 1
5 Árni Gunnar Guðmundsson 2

Fitness karla
9 Benoný Helgi Benonýsson 1
8 Daniel Gunnarsson 2
6 Árni Gunnar Guðmundsson 3
7 Kári Freyr Finnsson 4

Vaxtarrækt
10 David Nyombo Lukonge 1

Wellness flokkur kvenna
11 Rannveig Anna Jónsdóttir 1

Módelfitness byrjendur
15 Viktorija Borodko 1
13 Valentína Hrefnudóttir 2
16 Móeiður Sif Skúladóttir 3
14 Edda Ingibjörg Þórsdóttir 4
12 Alda Björk Eyjólfsdóttir 5

Módelfitness
19 Ana Markovic 1
22 Viktorija Borodko 2
21 Valentína Hrefnudóttir 3
20 Móeiður Sif Skúladóttir 4
17 Edda Ingibjörg Þórsdóttir 5
18 Alda Björk Eyjólfsdóttir 6

Fleiri myndir í myndasafninu

Hér að ofan er hægt að sjá fleiri myndir frá bikarmótinu. Myndirnar tók Gyða Henningsdóttir (www.gyda.is).

Exit mobile version