Site icon Fitness.is

Þunglynd börn þurfa hreyfingu

Tímaritið Pediatric Exercise Science segir frá niðurstöðum rannsókna sem sýna að börn hafa engu að síður jafn gott af hreyfingu og æfingum til þess að hrista af sér þunglyndi eins og fullorðnir. Æfingar hafa mjög jákvæð áhrif á lundarfar og þunglyndi.Niðurstöðurnar sem tímaritið fjallar um segja frá hóp barna sem tók þátt í ýmsum þolæfingum eftir að skóla lauk á daginn í samtals í 10 vikur. Börnin sem voru á aldrinum sjö til ellefu ára höfðu greinilega mjög gott af hreyfingunni og urðu áberandi skapbetri og síður uppstökk. Fræðingarnir sem stóðu að þessari rannsókn telja skipta miklu máli fyrir þroska barna að taka þátt í hópæfingum af einhverju tagi. Það sé mikilvægur liður í að gera þau að hraustum og hamingjusömum einstaklingum.
(Pediatric Exercise Science,
nóvemberhefti 2008)

Exit mobile version