Einhvern veginn liggur í loftinu af umræðunni um sykurneyslu almennt að hún sé að fara í sömu spor og tóbaksreykingar gerðu á sínum tíma.
Menn voru sofandi gagnvart þessum ófögnuði til að byrja með og voru lengi að átta sig á afleiðingunum. Hér þarf að koma til átak. Markaðurinn er þéttsetinn af framleiðendum sem vilja koma vöru sinni til yngstu markhópana vegna áhrifagirni þeirra. Í þessu sambandi væri líklega réttast að fara sömu leið og gert var með reykingar á sínum tíma. Skólakerfið þarf að láta til sín taka. Hér er þó að mörgu leiti erfiðara verkefni framundan enda er ekki hægt að segja ungu fólki að hætta að borða alveg að borða sykur eins og með reykingarnar. Annað hvort reykirðu eða ekki. Allt er best í hófi sagði einhver, og það er það sem getur verið erfitt að koma til skila en full þörf er á því þar sem sífellt fleiri halda því fram að sykur sé ávanabindandi og skapi fíkn.