Site icon Fitness.is

Styrktaræfingar með þolæfingum auka orkuframleiðslu meira en þolæfingar einar og sér

Þolíþróttamenn á borð við hlaupara, sundgarpa og hjólreiðamenn ættu að taka styrktaræfingar vegna þess að styrktaræfingarnar efla áhrif þolæfingana með því að auka orkuframleiðslu hvatberana í frumunum. Kent Sahlin og félagar við sænska Heilbrigðis- og Íþróttaskólann könnuðu áhrif þolæfinga einna og sér og þolæfinga auk lóðaþjálfunar á hvatbera í vöðvafrumum. Lóðaþjálfun í bland við þolfimi jók efnaskiptaferlið sem hvatberarnir sinna meira en ef einungis var um þolæfingar að ræða.

Lóðaþjálfun eflir sömuleiðis vöðvastyrk sem gagnast vel fyrir hlaupara, hjólreiðamenn og sundgarpa. Ekki má gleyma því að vöðvar spila stórt hlutverk í árangri allra þessara íþrótta og því ætti ekki að vanmeta áhrif lóðaþjálfunar.

(Journal of Applied Physiology, 111:1335-1344, 2011)

Exit mobile version