Site icon Fitness.is

Sofðu lengur til að léttast

Tölfræðiúttekt sem gerð var við Háskólann í Michigan í Bandaríkjunum hefur sýnt fram á að með því að sofa klukkustund lengur á hverjum degi spararðu um 6% í hitaeiningum.

Er þar átt við að þú borðir væntanlega 6% minna af hitaeiningum heldur en ef þú værir vakandi. Ef þú værir vakandi þennan klukkutíma myndirðu nefnileg frekar sækja í aukabita eða snarl. Það að spara við sig um 6% hitaeininga á ársgrundvelli getur haft það að segja að þú léttist um 7 kíló á ári. Það verður að teljast nokkuð mikið fyrir það eitt að sofa út á hverjum degi.

Exit mobile version