Site icon Fitness.is

Ofþjálfun veldur vöðvarýrnun

Lykillinn að vöðvastækkun felst í að leggja mikið álag á vöðva. Viðbrögð vöðva við álagi er að stækka. Kúnstin er hinsvegar að finna hinn gullna meðalveg milli álags og ofþjálfunar. Freystandi er að ætla að því meira sem álagið er þeim mun meira stækki vöðvarnir. Vísindamenn við Sao Paulo ríkisháskólann í Brasilíu gerðu rannsóknir á rottum og sýndu fram á að ofþjálfun veldur vöðvarýrnun og óeðlilegum breytingum á vöðvaþráðum. Rottunum var skipt niður í hópa sem æfðu annað hvort fimm daga í viku eða lifðu kyrrsetulífi. Rottu-æfingarnar fólust í stökkum með þyngdir og sundi. Í lok rannsóknarinnar voru kálfavöðvarnir (soleus) rannsakaðir með sérstökku tilliti til þess hver samsetning hægvirkra og hraðvirkra vöðvaþráða væri. Vöðvarnir í rottunum sem stunduðu æfingarnar voru minni en í hinum og hraðvirku vöðvaþræðirnir voru áberandi stærri.

Rannsóknin þykir sýna mikilvægi hvíldar á milli æfinga og nauðsyn þess að hanna æfingakerfin þannig að þau skili árangri.

Í mönnum hafa þolæfingar fyrir vöðva þau áhrif að stækka vöðvana þannig að hægu vöðvaþræðirnir stækka á kostnað þeirra hraðvirkari. Rottur eru vissulega ekki fullkomlega sambærilegar við mannfólkið í þessu sambandi en rannsóknin þykir sýna mikilvægi hvíldar á milli æfinga og nauðsyn þess að hanna æfingakerfin þannig að þau skili árangri. Það að æfa langtímum saman af kappi er ekki endilega leiðin til árangurs.

(Anatomical Record, vefútgáfa 28. júní 2011)

Exit mobile version