Site icon Fitness.is

Offita veldur brjósklosi

Brjósk hefur m.a. það hlutverk að vernda bein og liðamót. Ef brjóskið minnkar verulega veldur það sársauka eða gigt. Offitusjúklingar sem eru komnir yfir fimmtugsaldurinn hafa tapað mun meira af brjóski í hnjáliðum heldur en aðrir samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Frank Roemer og félagar við Læknaháskólann í Boston hafa komist að.

Þeir mældu breytingar á brjóski á 30 mánaða tímabili. Ef þyngdarstuðull líkamans hækkaði um eitt stig minnkaði þykktin á brjóskinu um 11%. Þyngdarstuðullinn er reiknaður út frá hlutfalli hæðar og líkamsþyngdar.

Einfaldasta leiðin til þess að komast hjá því að brjóskið þynnist um of er að léttast. Í öðrum rannsóknum hefur komið í ljós að æfingar með lóðum hindra brjósklos og gigt. Með því að byggja upp sterka vöðva fá liðamótin stuðning og álagið á liðamótin minnkar.

(Radiology, prentútgáfa: Ágúst 2009)

Exit mobile version