Fita og vöðvar eru á sitthvoru blóðstreymiskerfinu og því fá vöðvar sem eru í átökum orku frá fituforða sem kemur jafnt frá öllum líkamanum.
Danskir vísindamenn hafa þó komist að því að niðurbrot fitu var meira í fituforða í nágrenni við vöðvana en í fituforða í nágrenni vöðva sem ekki voru æfðir.
Það gefur veika vísbendingu um að áhrif æfinga á fituforðann kunni að vera meiri á því svæði sem æft er (Am J Physiology Endocrinol Metab 292, E394, 2007). Bandarísk rannsókn við Háskólann í Suður-Illinoi sem stóð í sex vikur bendir hinsvegar til að miklar magaæfingar hafi engin áhrif á líkamsþyngd, fituhlutfall, fituþykkt á maga, mittismál né húðþykkt á maganum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni bættu hinsvegar þol í magaæfingum verulega. Ekki var gerð tilraun til að draga úr fjölda hitaeininga í mataræðinu og því þóttu niðurstöðurnar sýna að magaæfingar án breytinga á mataræði hefðu engin áhrif á magafitu. Ef þú vilt sjá magavöðva þarftu að breyta mataræðinu og gera magaæfingar.
(Journal Strength Conditioning Research, 25: 2559-2564, 2011)