Í vísindaritinu Sleep er sagt frá 10 vikna rannsókn sem gerð var á 32 manns á aldrinum 60 – 84 ára sem lyftu lóðum þrisvar í viku til samanburðar við viðmiðunarhóp. Gæði svefns urðu mun meiri en hjá samanburðarhópnum og verulega dró úr þunglyndi. Þunglyndi minnkaði um nánast helming í hópnum sem æfði miðað við samanburðarhópinn. Lífsgæðin urðu einnig mun betri hjá þeim sem æfðu þar sem gæði svefns urðu mun meiri, þunglyndi minnkaði og styrkur jókst.
Lyftingar hafa jákvæð áhrif á svefn
