Site icon Fitness.is

Leitað að tengslum á milli úrvinnslu vöðvaprótína og vöðvastækkunar

mjolk_egg_proteinLargeStyrktaræfingar í bland við prótín sem fæst úr fæðunni örva nýmyndun vöðva. Þetta er ekki nýr sannleikur en vísindamenn við Háskólann í Sao Paulo í Brasilíu sem endurskoðuðu ýmsar fræðigreinar um þessi mál komust að þeirri niðurstöðu að styrktaræfingar stuðla að mestri aukningu í nýmyndun vöðva hjá óþjálfuðu fólki. Þeir fundu hinsvegar ekki tengslin á milli nýmyndunar vöðva, prótínframboðs og vöðvastækkunar. Þessar niðurstöður þeirra eru öðrum vísindamönnum og íþróttamönnum ráðgáta. Þörf er á langtímarannsóknum sem sýna fram á hvað það er sem raunverulega gerist við miklar æfingar, nýmyndun vöðvaprótína og langvarandi vöðvastækkun vaxtarræktarmanna.
(Sports Medicine, vefútgáfa 6 mars, 2015)

Exit mobile version