Site icon Fitness.is

Hugsanlegt að ofát á einföldum kolvetnum valdi kransæða-sjúkdómum

Sykur2Ísraelskir vísindamenn hafa vakið athygli með rannsóknum sínum sem hafa bent til að einföld kolvetni ýti undir hungurtilfinningu og hafi þau áhrif á insúlínframleiðslu líkamans að áhrifin skili sér í lakara heilbrigði æðakerfisins. Þeir gerðu mælingar á æðakerfi offitusjúklinga sem fengu máltíðir sem samanstóðu annað hvort af einföldum kolvetnum eða flóknum (einföld= fljót að meltast, flókin = lengur að meltast). Mælingar morguninn eftir á æðakerfi þeirra þeim borðuðu einföldu kolvetnin gáfu til kynna slappari æðar. Rannsóknin fór fyrst og fremst fram á offeitu fólki og niðurstöðurnar þurfa því ekki endilega að eiga við fólk sem er í góðu formi.

(HealthDay, 11. júní 2009)

 

Exit mobile version