Niðurstöður rannsókna sem náði til þriggja milljóna manna benda til að þeir lifi lengur sem eru hóflega feitir. Það að vera hóflega feitur er skilgreint þannig að líkamsþyngdarstuðullinn sé 25-29,9. Dánartíðni er lægri í þessum hóflega-feita-flokki en hjá þeim sem eru grannir og þeim sem eru offeitir. Dánartíðnin er svipuð hjá grönnu fólki og þeim sem flokkast á byrjunarstigi offitu en þeir eru með líkamsþyngdarstuðulinn 30-34,9 en hærri hjá þeim sem eru offeitir með líkamsþyngdarstuðul sem er hærri en 35. Rannsóknin sýnir að hóflegur fjöldi aukakílóa og jafnvel byrjunarstig offitu er ekki endilega slæmt fyrir heilsuna. Rannsóknin sem hér um ræðir er hinsvegar talin villandi. Líkamsþyngdarstuðull er ekki góður mælikvarði á efnaskiptaheilsu. Mjaðma- og mittismál þykir mun heppilegri mælikvarði á heilbrigði.
(Journal American Medical Association, 309: 71-82, 2013)