Site icon Fitness.is

Hófleg eggjaneysla er í lagi

Egg001Þegar hugsað er um ríkulegan morgunmat koma egg og beikon fljótlega upp í hugann hjá mörgum. Bretar hafa lagt sitt af mörkum til að gera egg og beikon að stöðluðum morgunverði. Á sínum tíma þegar í ljós kom að tengsl voru á milli hjartasjúkdóma og neyslu kólesteróls breyttist viðhorfið til þessa vinsæla morgunverðar. Egg innihalda nefnilega mikið af kólesteróli. Nýverið hafa rannsóknir hinsvegar sýnt fram á að engin tengsl eru á milli eggjaneyslu og hjartaáfalls eða heilablóðfalls. Ráðleggingar sérfræðinga eru því í besta falli misvísandi. Ráðlagt er að borða ekki meira en 300 mg af kólesteróli á dag. Það þýðir að flestum er óhætt að borða eitt egg á dag. Mettuð fita er hinsvegar að leggja mest til af kólesteróli í blóðrásinni þegar á heildina er litið. Það er því skynsamlegt að láta beikonið vera og spara við sig að borða feitt kjöt og sósur. Egg innihalda hinsvegar mikið af prótíni og omega-3 fitusýrur og eru því næringarrík fæða sem þó er best að borða í hófi.

(Consumer Reports on Health, febrúar 2013)

Exit mobile version