Fita er þó ekki öll af hinu illa. Fita er jafn fitandi hvort sem hún kemur úr jurta- eða dýraríkinu, en hollustan er allt annað mál. Dýrafita í formi smjörs eða svínafitu stíflar æðarnar einstaklega vel. Ómettuð og fjölómettuð fita sem unnin er úr plöntum og fiski hefur hinsvegar mun jákvæðari áhrif á heilsuna. Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu við San Diego í Bandaríkjunum komust að því að mikil neysla á mettaðri fitu kemur af stað breytingum í æðaveggjunum sem að lokum verða til þess að æðin þrengist eða jafnvel stíflast. Fita úr fiski eða plöntum í sínu náttúrulega formi veldur ekki þessum óheppilegu áhrifum á æðarnar.
(ScienceDaily, 3. Október 2011)