Site icon Fitness.is

Gallsýra kemur jafnvægi á orkueyðslu og þyngdarflakk

Það er mikilvægt að skilja hvað það er sem stjórnar jafnvæginu á milli fæðunnar sem við borðum og orkueyðslunnar með tilliti til eðlis- og eiginleika offitu. Orkuefnaskipti eiga sér stað í gegnum röð samtenginga í líkamanum. Það þýðir að það losnar um orku við niðurbrot fitu, kolvegna og prótína og orkan er fönguð fyrir tilstilli annarra efnahvarfa á borð við myndun ATP (orkuríkt efnasamband) eða forðageymslu fitu og kolvetna. Aftengingin gerist þegar orkan úr niðurbroti fæðunnar losnar í formi hita í stað þess að mynda ATP. Í mannslíkamanum er örlítið magn af brúnni fitu sem býr yfir þeim eiginleika að geta breytt orku í hita. Pólskir vísindamenn við Matvæla- og Dýrarannsóknastofnunina undir pólsku Vísindaakademíunni í Varsjá gerðu rannsókn á rottum sem benti til þess að gallsýran sem lifrin framleiðir í tengslum við meltingu setur í gang ferli þar sem aftengingarprótín auka orkueyðslu. Rannsóknin þykir sýna fram á enn eitt ferlið sem líkaminn notar til að hafa stjórn á líkamsþyngdinni.
(American Journal Physiology Enocrinology Metabolism, vefútgáfa 29. desember 2015)

Exit mobile version