Site icon Fitness.is

Fyrir máltíð betra en eftir

Ef þú tekur æfingu fyrir stóra máltíð brennirðu meira af hitaeiningum sem koma úr fitu og vinnur gegn þeim áhrifum sem mikið fitumagn í blóðinu eftir stóra máltíð hefur. Fituríkar máltíðir auka verulega magn fitu í blóðinu sem hafa þannig neikvæð áhrif á kólesteróljafnvægið með því að minnka hlutfall góða kólesterólsins og auka það slæma. Þegar frá líður getur það leitt til hjartasjúkdóma.
Tímasetning á æfingum getur haft veruleg áhrif á fitumagnið. Í nýlegum rannsóknum er sýnt fram á að þegar æft var 12 tímum fyrir fituríka máltíð minnkaði fitumagnið í blóðstreyminu um helming. Æfing sem tekin var einni klukkustund fyrir slíka máltíð minnkaði fitumagnið um 40%. Æfing sem tekin var á eftir fituríkri máltíð minnkaði fitumagnið í blóðinu hinsvegar einungis um 5%.

Exit mobile version