Site icon Fitness.is

Fólk í formi næmara

Þeir sem stunda æfingar og eru í góðu formi eru mun næmari en aðrir gagnvart ýmsum einkennum sem koma fram í líkamanum. Ný rannsókn hefur sýnt fram á að næmni íþróttafólks er meiri en hinna og að stundum túlkar það ýmsar tilfinningar og einkennin sem byrjun á sjúkdómi eða veikindum. Menn þurfa því að passa sig á að verða ekki móðursjúkir ef þeir æfa mikið því oftar en ekki eru ýmis einkenni sem koma fram í líkamanum sárasaklaus.  

Exit mobile version