Site icon Fitness.is

Fiskolía og Omega-3 fitusýra dregur úr fitu og stuðlar að hreinni vöðvamassa

Talið er að fiskolíur geti stuðlað að fitulosun líkamans með því að draga úr framleiðslu kortísól-hormónsins. Þessi ályktun er dregin út frá rannsókn sem gerð var við Gettysburg Háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Viðfangsefnin í rannsókninni juku hreinann vöðvamassa um hálft kíló og drógu úr fitu um hálft kíló á einungis sex vikna tímabili sem rannsóknin stóð. Fólkið sem tók þátt í rannsókninni fékk 4 grömm af fiskolíu á dag sem innihélt 2,400 mg af Omega-3 fitusýrum (1600 mg af EPA og 800 mg DHA). Ekki var fylgst með breytingum á mataræði eða æfingum þeirra sem tóku þátt í rannsókninni. Mestu breytingarnar á hreinum vöðvamassa og fituhlutfalli áttu sér stað hjá þeim sem kortísól mældist mest minnkandi.

Fiskolíurnar virtust ekki hafa nein áhrif á efnaskipti eða brennslu né nýtingu líkamans á fitu sem brennsluefni. Þrátt fyrir að niðurstöðurnar í þessari rannsókn þyki áhugaverðar er ljóst að þær varpa litlu ljósi á langtímaáhrif fiskolíu eða Omega-3 fitusýra á vöðva- og fituhlutfall líkamans. Til þess hefði rannsóknartíminn þurft að vera lengri.

(Journal International Society of Sports Nutrition, vefútgáfa 7:31, 2010)

Exit mobile version