Site icon Fitness.is

Erfiðar æfingar hafa áhrif á ónæmiskerfið

Gym girlÍþróttamönnum hættir til að fá flensu eða kvef í kjölfar langvarandi erfiðra æfinga eða maraþons. Ástæðan er ofurálag á líkamann sem tekur orku frá ónæmiskerfinu, en helsta hlutverk þess er að vernda líkamann gegn hinum ýmsu kvillum. Bresk rannsókn við Háskólann í Birmingham sýnir fram á að myndun hvítra blóðkorna minnkar í kjölfar æfinga. Rannsóknin fólst í að hjóla nálægt hámarksátaki í 120 mínútur og 45 mínútna tímamældu prófi við hámarksáreynslu að því loknu. Virkni hvítu blóðkornanna minnkaði í kjölfar æfinganna en þau eru afar mikilvæg vörn líkamans við sýkingum í efri hluta öndunarvegarins. Rannsóknin kann að varpa ljósi á það hvers vegna íþróttamenn verða stundum veikir í kjölfar erfiðra keppna.
(Medicine & Science in Sports & Excercise, 44:1689-1697, 2012)

Exit mobile version