Hollenskir vísindamenn gerðu nýlega könnun á áhrifum sykurneyslu á líkamsþyngd. Þeir komust að því að gervisætuefnið aspartame hafði engin skammtímaáhrif á léttingu í offitusjúklingum. Hinsvegar virtist gervisætan hjálpa fólki að viðhalda léttingu sem það hafði náð. Hér skal þó alls ekki mælt með notkun aspartam gervisætunnar í ljósi þess hve umdeild hún er. Mataræði sem samanstendur af flóknum kolvetnum s.s. hægmeltum kolvetnum dró úr heildar- hitaeininganeyslu í könnun hollensku vísindamannana og stuðlaði þannig að léttingu. Málið er ekki endilega það að hægmelt kolvetni séu minna fitandi. Það er hinsvegar ekki eins aðgengilegt að innbyrða mikið magn af hitaeiningum þannig eins og með einföldum sykri. Hægt er að velja um fjöldann allan af matarkúrum, en enginn matarkúr er þess megnugur að þú getir borðað eins mikið af hitaeiningum og þú vilt en samt losnað við aukakílóin. Ef einhver heldur öðru fram er hann á villigötum svo ekki sé meira sagt.
Það geta allir lést sem skera niður hitaeiningarnar og auka við sig hreyfingu eða æfingar. Mælt er með klukkustundar æfingum á dag fyrir almenning ef þeir ætlunin er að viðhalda eðlilegri líkamsþyngd eða léttast. Minna dugir ekki til.
(Obesity Reviews, 4: 91-99, 2003)