Site icon Fitness.is

Engin tengsl á milli eggja og hjartasjúkdóma

Það var á árunum 1978-1980 sem mælt var með því að dregið yrði úr eggjaneyslu til þess að sporna við aukinni tíðni hjartasjúkdóma. Egg innihalda mikið kólesteról og þar af leiðandi var talið óæskilegt að neysla þeirra færi úr hófi fram. Egg voru á vissan hátt sett úr í kuldann að ósekju þar sem allt bendir til þess að sannanir á sekt þessarar næringarmiklu fæðutegundar væru eftir á að hyggja byggðar á líkum, ekki raunverulegum rannsóknum. Spænskir vísindamenn við Háskólann í Navarra rannsökuðu 15,000 útskriftarnemendur og gátu ekki fundið nein tengsl á milli eggjaneyslu og hjartasjúkdóma. Þeir fylgdust með hverjum og einum sem tók þátt í rannsókninni í sex ár. Gagnavinnslan tók mið af aldri, kyni, hitaeininganeyslu og fæðuvenjum. Hugsanlega á þessi rannsókn ekki við í tilfelli Íslendinga þar sem fæðuvenjur okkar eru ekki í takt við það sem tíðkast í heitari löndum. Tíðni hjartasjúkdóma er lægri í miðjarðarhafslöndunum en hér heima og því er ekki hægt að ganga að neinu vísu þrátt fyrir að þessi rannsókn bendi til að egg hafi ekki þau áhrif á hjartasjúkdóma sem talið var.

(European Journal of Clinical Nutrition, 65: 676-682, 2011)

Exit mobile version