Site icon Fitness.is

Ekki gleyma kalkinu kona!

Ef konur eru á megrunarmataræði þarf að gæta þess sérstaklega vel að fá nóg kalk. Konur þurfa mikið af kalki óháð því hvort þær séu komnar fram yfir breytingaskeið eða ekki. Kalkskortur veldur beinþynningu sem er alvarlegt vandamál.Ef konur eru á megrunarmataræði þarf að gæta þess sérstaklega vel að fá nóg kalk. Mælt er með því að konur borði a.m.k. 1000 mg af kalki á dag og séu þær komnar fram yfir breytingaskeið eykst þörfin upp í 1200 mg. Fram til þessa hefur helst verið mælt með því að drekka mjólk eða borða mjólkurafurðir til þess að fá kalk. Mjólk er hinsvegar ekki allra og er því ágætt að hafa í huga að hægt er að fá kalk úr sardínum, spínati, silungi og laxi með beinum, tofu og sojamjólk svo eitthvað sé nefnt.

Exit mobile version