Site icon Fitness.is

Brún fita kann að vera lykillinn að lausn offitufaraldursins í framtíðinni

Brún aukafita er orkuríkur vefur sem breytir orkunni sem við fáum úr fæðunni beint í hita, en hvíta fitan geymir orkuna. Þetta fullyrða vísindamenn við Cardiff Háskólann í Bretlandi sem endurskoðuðu ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Brúna fitan breytir hitaeiningunum sem fást úr fæðunni beint í hita af mikilli skilvirkni vegna þess að 60 g af brúnni fitu geta brennt 500 hitaeiningum á dag.

Lyfjaframleiðendur berjast við að komast að því hvernig hægt er að notfæra sér þessa eiginleika brúnu fitunnar til þess að hægt sé að ráða einhverju um þyngdarstjórnun líkamans. Margar leiðir eru rannsakaðar með þyngdarstjórnun að markmiði. Meiri neysla á arginín amínósýrunni og minni neysla á leucine amínósýrunni virðist geta aukið virkni brúnu fitunnar. Önnur leið sem kann að vera fær seinna meir er að taka sýnishorn af brúnni fitu úr líkamanum með fitusogi og rannsóknarstofurækta meira magn af fitunni sem síðan er komið aftur fyrir í líkamanum.

Ekki þykir ólíklegt að aukin þekking á virkni brúnu fitunnar komi til með að hjálpa til í baráttunni við offitu í framtíðinni.

(Clinical Endocrinology, 74: 661-670, 2011)

Exit mobile version