Site icon Fitness.is

Bestu kviðæfingarnar

Strong Athletic Man Fitness Model Torso showing six pack abs. holding bottle of water and towel

Flestir vilja vera með kviðvöðva sem eru eins og þvottabretti – harða og skorna. Hinsvegar valda sumar kviðæfingar miklu álagi á neðra bakið sem getur leitt til bakmeiðsla eða verkja í neðra bakinu. Átakið sem myndast á bakið í 12 mismunandi magaæfingum var rannsakað með hátækniaðferðum til þess að sjá hversu mikið átakið væri á bakið og hvaða æfingar tækju minnst á bakið. Niðurstöðurnar bentu til þess að eftirfarandi æfingar væru bestar fyrir rectus abdominis vöðvann (miðju kviðvöðvana), ytri og innri obliques (hliðarvöðvarnir) án þess að valda miklu átaki á neðra bakið: uppsetur með fætur lausa, uppsetur með fætur fastar, uppsetur til skiptis á hvorn fót og hangandi fótalyftur með fætur beinar.

Mælt er með þessum æfingum. Uppseturnar með lausa fætur eru gerðar liggjandi á bakinu með fæturnar á gólfinu til þess að hnén séu í 90 gráðu vinkil og handleggirnir með síðum og lófar í gólf. Höndunum var ýtt fram um leið og öxlunum er lyft frá gólfinu. Uppseturnar með fæturnar fastar voru gerðar eins nema hvað fótunum er haldið niðri með ólum. Uppsetur til skiptis á hvorn fót voru gerðar með hnén í 90 gráðu vinkil, hendurnar voru við kynn, snúið upp á mjaðmirnar olnbogunum ýtt á móts við mótstætt hné án þess að snerta það þó um leið og lyft var. Hangandi fótalyftur með beina bætur voru gerðar með því að hanga á höndunum á stöng og fótunum var lyft þannig að þeir voru samsíða gólfinu og hnjánum var haldið beinum. Besta magaæfingin til þess að leggja áherslu á miðlægu magavöðvana var fjórðungsuppsetan, þar sem byrjað er í svipaðri stellingu og uppsetur sem teknar eru til skiptis á hvorn fót. Æfingin var gerð þannig að búknum var lyft beint fram. Ekki var mælt með nokkrum æfingum eftir rannsóknina vegna þess að þær tóku lítið á kviðinn og tóku mikið á bakið, en þær voru: fótalyftur liggjandi á bakinu með beina fætur, fótalyftur liggjandi á bakinu með bogin hné, uppsetur til skiptis á hvorn fót – fastar og hangandi fótalyftur með bogin hné. Fyrir þá sem eru bakveikir getur skipt miklu máli að kynna sér þær vel og velja þær réttu.

Exit mobile version