Site icon Fitness.is

Baráttan við leiðindi á hlaupabrettinu

Hlaupabretti eru líklega eitt algengasta þrektækið í æfingastöðvunum í dag. Fyrir okkur tvífætlingana er það gagnlegt til að auka þol og brenna hitaeiningum og er því eitt öflugasta fitubrennslutækið sem í boði er. Óhætt er að segja að hlaupabretti séu kjarninn í starfsemi margra æfingastöðva ásamt ýmsum skíðavélum, þrektröppum, þrekhjólum og stigvélum.

Spurningin er hvernig er best að nýta hlaupabretti til fitubrennslu? Er betra að ganga hægt í klukkustund eða taka spretti í fimm til tíu mínútur? Er betra að hlaupa í halla eða á jafnsléttu?

Það er ákveðin kúnst að forðast leiðindin sem geta fylgt því að vera lengi á hlaupabretti.

Hafa ber í huga að markmiðið er að brenna sem flestum hitaeiningum. Eftir því sem hraðinn eykst, því meiri er brennslan. Ef þú gengur eða hleypur of hratt er hins vegar hætt við að þrekið dvíni og fitubrennslan verði því minni þegar upp er staðið. Það er því mikilvægt að kunna sér hóf þegar byrjað er og minna sig á að fitubrennsla er langhlaup. Það gerist lítið á einum degi. Gott er því að taka 30-60 mínútna æfingar og eftir því sem þrekið eykst er hægt að auka hraðann og hallann.

Helsti ókostur hlaupabrettisins eru leiðindin. Það er því kúnst að varðveita áhugann á brettinu. Ein leið til þess er að breyta af og til um hraða. Ganga rösklega á milli spretta og breyta líka hallanum. Tónlist skiptir líka öllu máli og auðvitað er hægt að horfa á skemmtileg myndbönd í símanum. Sum hlaupabretti bjóða upp á hlaupaleiðir sem sýna fallegar leiðir á stórum skjá – raunverulegar leiðir þar sem skokkað er eftir stígum í fallegu landslagi víða um heim.

(Yahoo Health, vefútgáfa)

Exit mobile version