Gömul ríkjandi kenning segir að andlegt álag – þar á meðal þunglyndi, spenna, ástvinamissir, og áhyggjur leiði til þess að mótstöðuafli líkamans hraki. Það hefur hinsvegar komið í ljós að streitan er aldrei verri en þegar hún verður stjórnlaus. Streita er að sjálfsögðu mjög einstaklingsbundið fyrirbæri. Aðstæður sem valda streitu á einn mann þurfa alls ekki að sömu áhrif á einhvern annan. Sá síðarnefndi hefur þá sennilega meira vald yfir sjálfum sér og tilfinningum sínum eða hefur harðari skráp.
Sumar aðstæður er auðvelt að höndla komi þær sjaldan fyrir en þær geta valdið verulegri streitu gerist þær endurtekið eða stöðugt. Ef einhver dansar steppdans í íbúðinni fyrir ofan þig í 5 – 10 mínútur þarf það alls ekki að skapa óþægindi, en dansi hann á hverju kvöldi skapar það streitu á endanum.
Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að aðstæðurnar eru ekki vandamálið, heldur það sem gert er úr þeim þ.e.a.s streitan sjálf. Rannsóknir á bæði mönnum og dýrum hafa leitt það í ljós að vanhæfnin til þess að hafa stjórn á streitunni er mun skaðlegri en streitan sjálft. Raunin er sú að það hefur verið sýnt fram á að aukin streita eða álag, án kvíða og þunglyndis örvar mótstöðuafl líkamans. Hópur við Harvard læknaháskólann rannsakaði áhrif aukins álags á mótstöðuafl líkamans með því að bera saman þrjá hópa fólks. Þá komust þeir að því að virkni svonefndra NK frumna (Natural Killer Cells) sem eiga stórann þátt í varnarkerfi líkamans var lítil hjá fólki sem var undir miklu álagi, kvíða og þunglyndi daglega. NK frumuvirknin var meiri meðal fólks sem var laust við álag og kvíða. Það kom hins vegar á óvart að mesta NK frumuvirknin var meðal fólks sem lifði undir stöðugu álagi, en var laust við kvíða og þunglyndi.