Site icon Fitness.is

Æfingar draga úr matarlyst

Talið er að æfingar hafi áhrif á matarlyst með því að hraða ferli fæðunnar í gegnum magann samkvæmt endurskoðun rannsókna sem Ástralskir vísindamenn hafa birt. Með því að flýta fyrir því að fæðan berist inn í smáþarmana skapast jafnvægi í matarlöngun og hungurtilfinning verður minni. Svelti hægir á magahreyfingum og veldur því að maginn tæmist seinna en annars og það er talið auka hungurtilfinningu. Maga-skurðaðgerðir (bypass) flýta fyrir því að fæðan berist inn í smáþarmana sem stuðlar að léttingu og bætir efnaskipti kolvetna. Aðrar rannsóknir hafa einnig bent til að magatæming komi í veg fyrir hungurtilfinningu.

(Obesity Reviews, 12:935-951, 2011)

Exit mobile version