Site icon Fitness.is

Vísindamenn finna bestu maga-æfinguna

Menn eru ekki á eitt sáttir um það hvaða magaæfing virki best á magavöðvana og sitt sýnist hverjum. Hinsvegar er til aðferð til þess að skera úr um það hvaða æfing virkar best því vísindamenn hafa notað sérstakt rafleiðnitæki sem getur mælt virkni einstakra vöðva á meðan æft er. Með því er hægt að sjá hvaða vöðvar taka mikið á og hverjir ekki. Það voru vísindamenn við San Diego Háskólann í Kaliforníu sem mældu vöðvavirkni í flestum vinsælustu magaæfingunum. Þeir komust að því að með því að liggja á bakinu og mynda reiðhjólahreyfingar með fótunum náðist besta heildarátakið. Þá er legið á bakinu og fæturnir hreyfðir eins og verið sé að hjóla og vinstra hné látið mæta hægri olnboga og svo til skiptis. Einnig virkuðu hangandi fótalyftur álíka vel. Neðst á listanum voru magaæfingar í vélum og þá sérstaklega ab roller sem er vinsælt magaæfingatæki. Samkvæmt þessum mælingum náðu allar helstu magaæfingarnar að taka vel á magavöðvana en sumar einfaldlega meira en aðrar.  

Exit mobile version