Site icon Fitness.is

Vatnsmelónur eru hjartagóðar

Vatnsmelónur eru hjartagóðar vegna þess að í þeim er efnið citrulline sem hefur jákvæð áhrif á æðaveggi. Citrulline breytist í amínósýruna arginín. Frumur í æðaveggjunum framleiða nituroxíð úr arginín amínósýrunni en það stjórnar blóðflæði um líkamann. Ef ástandið á æðaveggjunum er ekki eins og það á að vera finna menn fyrir krónískri síþreytu og líður eins og líkamsformið sé lélegt svo ekki sé minnst á ónýtt kynlíf. Í rannsókn sem gerð var við Háskólann í Flórída í Bandaríkjunum undir forystu Arturo Figuroa kom í ljós að blóðþrýstingur lækkaði í ósæðinni sem dælir blóði frá hjartanu eftir að menn höfðu fengið vatnsmelónuduft í sex vikur. Ósæðin er stærsta æðin sem kemur blóðinu frá hjartanu inn í blóðrásina um allan líkamann.

Vatnsmelónur eru heppileg og holl fæða sem hefur jákvæð áhrif á blóðrásarkerfi hjartans án aukaverkana.

(American Journal of Hypertension, vefútgáfa 10. júní 2010)

Exit mobile version