Íslandsmótið í fitness fór fram um páskana í Háskólabíó þar sem 109 keppendur stigu á svið á þessu stærsta fitnessmóti ársins. Á skírdag var keppt í karlaflokkum og á föstudaginn langa í kvennaflokkum en alls var keppt í sex keppnisgreinum og að lokinni keppni í hverjum flokki var keppt um heildarsigurvegara hverrar keppnisgreinar.
Fitnessflokkur karla gríðarlega sterkur
Að öðrum keppnisflokkum ólöstuðum verður að segjast að fitnessflokkur karla hefur líklega aldrei sést jafn sterkur á sviði. Þarna mættu margir af sterkustu keppendum landsins og eins og heyrðist sagt í salnum „eintómir konungar á sviðinu“. Þar voru saman komnir margir reynsluboltar. Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson stóð uppi sem sigurvegari eftir mjög jafna baráttu við Elmar Diego en einungis tvö stig skildu þá að. Baráttan upp í sjötta sæti var hinsvegar mjög jöfn enda allir að mæta í sínu besta formi.
Í unglingaflokki var baráttan sömuleiðis hörð en þar sigraði Alexander Guðjónsson sem mætti í sínu besta formi.
Unglingurinn og öldungurinn mættust í vaxtarræktinni
Magnús Bess Júlíusson varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt. Hann er einn langreyndasti keppandi Íslandssögunnar í vaxtarrækt og mætti í frábæru formi. Það þarf ekki að kynna Magnús fyrir áhugafólki um líkamsrækt, en hann sigraði sinn flokk í vaxtarræktinni með afgerandi stigafjölda. Hann sigraði einnig flokk 40 ára og eldri þar sem Gunnar Ársæll Ársælsson varð annar. Hafsteinn Máni Guðmundsson varð Íslandsmeistari unglinga í vaxtarrækt en hann blandaði sér einnig í baráttuna um efstu sætin í vaxtarræktinni þar sem hann varð í öðru sæti á eftir Magnúsi Bess.
Hrannar Ingi, Ólafur Einir og Torfi Hrafn sigruðu í sportfitness
Í sportfitness voru það þeir Hrannar Ingi Óttarsson, Ólafur Einir Birgisson og Torfi Hrafn Ólafsson sem sigruðu sína flokka. Hrannar Ingi varð Íslandsmeistari unglinga en hann varð sömuleiðis annar í heildarkeppninni. Ólafur Einir sigraði heildarkeppnina.
Margrét Gnarr og Davíð Alexander Íþróttamenn ársins hjá IFBB á Íslandi
Margrét Gnarr er fyrsti íslendingurinn sem nær þeim árangri að keppa meðal atvinnumanna á Olympía mótinu í Bandaríkjunum. Hún hafnaði þar í 13. sæti af 42 avinnumönnum en mótið er hið sterkasta sinnar tegundar og hefur komið mönnum eins og Arnold Schwartzenegger á kortið. Hún sigraði á þremur atvinnumannamótum á síðastliðnu ári. David Alexander varð heildarsigurvegari í vaxtarrækt á báðum innanlandsmótunum á síðasta ári og komst í úrslit á Evrópumótinu á síðasta ári. Bæði verðskulda þau því að hljóta titilinn íþróttamaður ársins hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna á Íslandi. Í ár var þessi titill í fyrsta skipti veittur bæði karli og konu og verður hafður sá háttur á framvegis.
Barátta í módelfitness
Byrjendaflokkurinn í módelfitness var það fjölmennur að skipt var upp í tvo hæðarflokka. Edda Ásgrímsdóttir byrjaði á að sigra lægri flokkinn en hún sigraði einnig undir 168 sm flokkinn sem er góður árangur á hennar fyrsta móti. Gunnhildur Kjartansdóttir sigraði hærri flokkinn en í unglingaflokki var það Tanja Rún Freysdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari og Ingibjörg Kristín Gestsdóttir sigraði í flokki 35 ára og eldri.
Elísa Weisshappel sigraði í undir 163 sm flokki og Aníta Rós Aradóttir sigraði í yfir 168 sm flokki en þegar í heildarkeppnina var komið var keppnin mjög jöfn. Þar var það Aníta Rós Aradóttir sem stóð uppi sem heildarsigurvegari eftir mjög jafna keppni.
Alda Ósk Íslandsmeistari í ólympíufitness
Einungis einn keppandi var í ólympíufitness kvenna að þessu sinni. Alda Ósk Hauksdóttir sýndi flotta takta sem bættu upp fámennið en eins undarlegt og það nú er þá er hennar flokkur einn sá fjölmennasti á mörgum alþjóðlegum mótum en hér á landi hefur flokkurinn verið fámennur eftir að vaxtarrækt kvenna lagðist af. Vonandi á eftir að fjölga í þessum flokki á næstu árum enda fjöldi kvenna sem gæti látið til sín taka á þessu sviði.
Spennandi keppni í fitnessflokkum kvenna
Það varð til ný stjarna í fitnessflokkum kvenna þegar Bergrós Kristjánsdóttir sigraði bæði unglingaflokkinn og undir 163 sm flokkinn í fitness kvenna. Bergrós skartar sérlega vönduðu samræmi og hóflegum vöðvamassa sem fellur vel að þessari keppnisgrein. Hún varð mjög undrandi yfir úrslitunum en dómarar voru nokkuð sammála um niðurstöðuna.
Í fitnessflokki kvenna yfir 163 sm sigraði Inga Hrönn Ásgeirsdóttir sem sigraði einnig heildarkeppnina. Keppnin í hennar flokki var mjög spennandi og jöfn á milli efstu sæta en á eftir henni varð Ingibjörg Magnúsdóttir í öðru sæti en einungis munaði þremur stigum á á milli þeirra.
Úrslit Íslandsmótsins í fitness 2017
Fitness karla unglingafl.
1 Alexander Guðjónsson 2
2 Kristinn Orri Erlendsson 3
3 Ingvar Þór Brynjarsson 1
Fitness karla
1 Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson 11
2 Elmar Diego 9
3 Sigurjón Sigurjónsson 13
4 Heiðar Ernest Karlsson 4
5 Helgi Bjarnason 8
6 Guðjón Helgi Guðjónsson 6
7-10 Alexander Guðjónsson 5
7-10 Enric Már Teitsson 7
7-10 Kristinn Orri Erlendsson 10
7-10 Majid Eskafi 12
Sportfitness karla unglingafl.
1 Hrannar Ingi Óttarsson 15
2 Ásbjörn Árni Ásbjörnsson 16
3 Guðbrandur Óli Helgason 14
4 Sverrir Hjörleifsson 17
5 Óðinn Dagur Svansson 18
Sportfitness karla -178
1 Ólafur Einir Birgisson 25
2 Hrannar Ingi Óttarsson 19
3 Ásbjörn Árni Ásbjörnsson 21
4 Jakob Ingason 23
5 Hamid Ben 27
6 Róbert Þór Jónasson 24
7-9 Hreinn Fernandez 20
7-9 Jose Pedro Santos 22
7-9 Przemyslaw Zmarzly 26
Sportfitness karla +178
1 Torfi Hrafn Ólafsson 38
2 Axel Markusson 32
3 Haukur Heiðar Bjarnason 33
4 Vernharður Reinhardsson 29
5 Sindri Már Hannesson 37
6 Páll Gíslason 36
7-11 Guðbrandur Óli Helgason 28
7-11 Jhordan Valencia 30
7-11 Guðjón Valgeir Guðmundsson 31
7-11 Andri Haukstein Oddsson 34
7-11 Martin Meyer 35
Sportfitness heildarkeppni
1 Ólafur Einir Birgisson 25
2 Hrannar Ingi Óttarsson 15
3 Torfi Hrafn Ólafsson 38
Vaxtarrækt karla unglingafl.
1 Hafsteinn Máni Guðmundsson 39
2 Óli Hreiðar Hansson 40
Vaxtarrækt karla 40 ára +
1 Magnús Bess Júlíusson 42
2 Gunnar Ársæll Ársælsson 41
Vaxtarrækt karla
1 Magnús Bess Júlíusson 45
2 Hafsteinn Máni Guðmundsson 44
3 Gunnar Ársæll Ársælsson 47
4 Ingi Þór Sigurpálsson 48
5 Brynjar Smári 43
6 Björn Ævar Hansen 46
Vaxtarrækt heildarkeppni
1 Magnús Bess Júlíusson 45
2 Hafsteinn Máni Guðmundsson 39
Fitness kvenna unglingafl.
1 Bergrós Kristjánsdóttir 49
2 Ásrún Ösp Vilmundardóttir 50
Fitness kvenna -163
1 Bergrós Kristjánsdóttir 52
2 Rakel Guðnadottir 51
Fitness kvenna +163
1 Inga Hrönn Ásgeirsdóttir 55
2 Ingibjörg Magnúsdóttir 56
3 Elín Margrét Björnsdóttir 54
4 Ásrún Ösp Vilmundardóttir 53
5 Gréta Jóna Vignisdóttir 58
6 Katrín Jónasdóttir 57
Fitness kvenna heildarkeppni
1 Inga Hrönn Ásgeirsdóttir 55
2 Bergrós Kristjánsdóttir 49
Ólympíufitness kvenna
1 Alda Ósk Hauksdóttir 59
Módelfitness byrjendur lægri
1 Edda Ásgrímsdóttir 63
2 Auður Kristín Pétursdóttir 67
3 Stella Karen Árnadóttir 61
4 Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir 65
5 Salvör Eyþórsdóttir 66
6 Alma Hrund Hafrunardottir 60
7-8 Sonja Arnarsdóttir 62
7-8 Júlíana Garðarsdóttir 64
Módelfitness byrjendur hærri
1 Gunnhildur Kjartansdóttir 69
2 Lilja Kjartansdóttir 74
3 Sara Svavarsdóttir 72
4 Katrín Dröfn Hilmarsdóttir 68
5 Nadía Björt Hafsteinsdóttir 70
6 Ásdís Ýr Aradóttir 75
7-8 Karen Ýr Þórarinsdóttir 71
7-8 Guðbjörg Agnarsdóttir 73
Módelfitness unglinga
1 Tanja Rún freysdóttir 77
2 Elísa Weisshappel 78
3 Harpa Lind Hjálmarsdóttir 76
Módelfitness 35 ára +
1 Ingibjörg Kristín Gestsdóttir 80
2 Lilja Ingvadóttir 79
3 Sonja Arnarsdóttir 81
Módelfitness -163
1 Elísa Weisshappel 85
2 Stella Karen Árnadóttir 82
3 Loubna Anbari 84
4 Margrét Sif Sigurðardóttir 87
5 Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir 86
6 Alma Hrund Hafrunardottir 83
Módelfitness -168
1 Edda Ásgrímsdóttir 89
2 Aðalbjörg Arna G Smáradóttir 97
3 Tanja Rún freysdóttir 90
4 Auður Kristín Pétursdóttir 88
5 Harpa Lind Hjálmarsdóttir 93
6 Rakel Orradóttir 91
7-11 Guðrún Stefanía Jakobsdóttir 92
7-11 Júlía Inga Alfonsdóttir 94
7-11 Ásdís Ýr Aradóttir 95
7-11 Salvör Eyþórsdóttir 96
7-11 Nadía Björt Hafsteinsdóttir 98
Módelfitness +168
1 Aníta Rós Aradóttir 105
2 Unnur Kristín Óladóttir 106
3 Gunnhildur Kjartansdóttir 100
4 Pálína Pálsdóttir 108
5 Ana Markovic 103
6 Lilja Kjartansdóttir 107
7-11 Ingibjörg Kristín Gestsdóttir 99
7-11 Íris Harpa Hilmarsdóttir 101
7-11 Lilja Ingvadóttir 102
7-11 Karen Ýr Þórarinsdóttir 104
7-11 Sara Svavarsdóttir 109
Módelfitness heildarkeppni
1 Aníta Rós Aradóttir 105
2 Edda Ásgrímsdóttir 89
3 Tanja Rún Freysdóttir 77
4 Elísa Weisshappel 85
5 Gunnhildur Kjartansdóttir 69
6 Ingibjörg Kristín Gestsdóttir 80
Myndasafn. Skoða fleiri myndir.
Ljósmyndir: Gyða Henningsdóttir – gyda.is