Site icon Fitness.is

Una Margrét Heimisdóttir varð Evrópumeistari unglinga í fitness

Í gær fór varð Una Margrét Heimisdóttir Evrópumeistari unglinga í fitness þegar hún sigraði sinn flokk á Evrópumótinu sem fer fram um helgina í Santa Susanna á Spáni. Sigur Unu var afgerandi í flokknum. Una keppti einnig í heildarkeppni unglinga og varð í öðru sæti, en þar munaði einungis einu stigi á henni og heildarsigurvegaranum Antoniu Lasukova frá Rússlandi.
Una mun einnig keppa í dag í opnum flokki allra aldurshópa og verður því spennandi að sjá hvernig úrslit dagsins fara.
Þær Irma Ósk Jónsdóttir og Valdís Hilmarsdóttir höfnuðu í ellefta og tólfta sæti í sínum flokki og Rakel Friðriksdóttir í því fjórtánda í sínum flokki. Alls keppa ellefu íslendingar um helgina á Evrópumótinu en sex íslendingar keppa til úrslita í dag. Fjórir í módelfitness en tveir í fitness 45 ára og eldri. Flokkarnir sem þær keppa í í dag eru risastórir. Á bilinu 18-28 keppendur eru í hverjum flokki.

Exit mobile version