Site icon Fitness.is

Þú gætir verið matarfíkill

fridge with foodNú hafa vísindamenn kokkað upp enn eina skýringuna á því hvers vegna sumir eru feitir og aðrir ekki. Fæða örvar sérstaka viðtaka fyrir dópamín í heilanum sem hafa stóru hlutverki að gegna fyrir vellíðan og unað. Mismunurinn á því hvernig fólk bregst við fæðu og þörfinni fyrir hana getur falist í misjöfnum næmleika þessara viðtaka og virkni dópamíns. Sumir sem eru feitir, eru það hugsanlega vegna þess hve háðir þeir eru þessum áhrifum dópamíns á heilann. Fyrir þá sem verst eru settir getur það að borða haft í för með sér mikla vellíðan og hreinlega sælu. Reyndar skammvinna sælu, en þannig ku jú vera farið fyrir mörgum ávanaefnum.

Hver kannast ekki við að panta sér stóra pítsu með það í hyggju að ætla sér að geyma afganginn af henni til morguns, en fyrr en varir er búið að klára pítsuna og gott betur í einhverju át-æði sem ekkert fæst ráðið við fyrr en of seint er. Nautnin sem fylgir því að borða yfirtekur alla skynsemi í augnabliki æðisins og þar með aukakílóin.
Vísindamennirnir sem um ræðir eru að vinna að því að finna leið til að hafa áhrif á þessi ávanabindandi áhrif sem dópamínið hefur á heilann. Þannig gæti stórt skref verið stigið í baráttunni gegn offitunni.
(Obesity Research, 11: 493-495, 2003)

Exit mobile version