Site icon Fitness.is

Þol- og styrktaræfingar mikilvægar fyrir sykursjúka

Byrjendur ná framförum í flestum æfingakerfum vegna þess að eitthvað er betra en ekkert. Um leið og þjálfunin fer að skila sér skiptir fjöldi lota og endurtekninga miklu máli til þess að framfarir staðni ekki.

Líkaminn er um 44% vöðvavefur og vöðvarnir hafa mikilvægu hlutverki að gegna í efnaskiptum sykurs. Með árunum rýrnar vöðvamassinn hjá flestum, sérstaklega þegar komið er á efri ár. Vöðvarýrnun er því einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á sykursýki tvö og blóðsykursjafnvægi.

Nýlega var sagt frá því í ritstjórnargrein Journal of the American Medical Association að þolæfingar og viðnámsæfingar með lóðum væru mikilvæg forvörn og meðhöndlun vegna sykursýki tvö. Þolæfingarnar bæta efnaskipti og blóðsykursjafnvægi og viðnámsæfingarnar auka vöðvamassa sem leggur sitt af mörkum til þess að viðhalda heilbrigðum efnaskiptum.

(Journal of American Medical Association, 304: 2298-2299, 2010)

Exit mobile version