Site icon Fitness.is

Það eru mjólkurvörurnar en ekki endilega kalkið sem auka fitubrennslu

mjolk, milk, glas,Nokkuð margar stórar rannsóknir hafa bent til þess að tengsl séu á milli neyslu á mjólkurvörum og lægra fituhlutfalls. Eðlilega þóttu þetta góðar fréttir fyrir fyrirtækin í mjólkuriðnaðinum sem mörg hver nýttu sér þessar jákvæðu niðurstöður til að hampa sínum vörum. Niðurstöðurnar bentu ekki endilega til að fólk yrði grennra með því að borða aukið magn af mjólkurvörum – einungis það að tengsl voru þarna á milli. Fólk sem borðar mjólkurvörur er almennt með lægra fituhlutfall en annað fólk. Birtar voru nokkrar greinar um að hugsanlega væri kalkinu fyrir að þakka en Alison Booth og félagar við Deakin Háskólann í Ástralíu gerðu safngreiningarrannsókn sem tók saman niðurstöður rannsókna á áhrifum mjólkurvara og kalkbætiefna á líkamsþyngd og fituhlutfall. Ekki er hægt að sjá nein tengsl á milli kalksins á þyngd né fituhlutfall. Fituhlutfall þeirra sem borða mjólkurvörur sem hluta af hitaeiningalágu mataræði lækkar meira en annarra en þeir léttast ekki endilega meira en aðrir. Vísindamennirnir ályktuðu sem svo að til skamms tíma (fjögurra mánaða) sé líklegt að þrír skammtar af mjólkurmat á dag geti stuðlað að fitubrennslu. Nákvæmlega hvers vegna vitum við ekki ennþá, en engu að síður eru þessi tengsl á milli lægra fituhlutfalls og mjólkurvara til staðar.
(British Journal Nutrition, 114: 1013-1025, 2015)

Exit mobile version