Site icon Fitness.is

Svona stuðla æfingar að fitubrennslu

Konahlaupabretti2Æfingar stuðla að niðurbroti fitu sem orkugjafa með því að fá vöðvana til þess að mynda hormón sem kallast PGC1-alfa. Það kemur af stað boðum sem kallst BAIBA (beta-aminoisobutyric sýra) en þau ýta undir hitaeiningabrennslu samkvæmt rannsókn sem gerð var við Læknaháskólann í Harvard undir stjórn Lee Roberts og Robert Gerszten. Þessi efni voru uppgötvuð nýlega en hlutverk þeirra er að breyta hvítri venjulegri fitu á kviðsvæðinu í brúna fitu. Brúna fitan gegnir mikilvægu hlutverki við heildræna fitubrennslu. Hún er hitamyndandi vefur sem umbreytir orku í hita í stað þess að geyma orkuna í formi fitu.
Niðurstöður þessarar rannsóknar auka skilning manna á því hvers vegna ákafar æfingar stuðla að fitubrennslu þrátt fyrir að kolvetni séu aðal orkugjafinn í æfingum þegar átök fara yfir 65% af hámarksgetu. Erfiðar æfingar valda því að meira er myndað af PGC-1 og BAIBA heldur en þegar æft er hóflega. Hátt BAIBA gildi í mönnum tengist minni áhættu gagnvart ýmsum áhættuþáttum hægra efnaskipta.
(Cell Metabolism, 19: 96-108, 2014)

Exit mobile version