Samspil offitu og svefns var rannsakað meðal eineggja tvíbura. Með því að notast við eineggja tvíbura geta vísindamenn útilokað ákveðna breytileika umhverfis og erfðafræði. Þeir sem sváfu lengst voru með lægsta líkamsþyngdarstuðulinn (hlutfall milli hæðar og þyngdar). Þeir sem sváfu ekki nægilega mikið reyndust í meiri hættu en aðrir á að fitna. Ef svefninn náði níu klukkustundum á nóttu varð áhætta gagnvart offitu eðlileg. Svefn er okkur öllum nauðsynlegur til að varðveita góða heilsu – andlega og líkamlega – og halda okkur í formi.
(Sleep, 35: 597-603, 2012)