Site icon Fitness.is

Svart te róar taugarnar

Ef þú þarft að slaka á skaltu skipta úr kaffi yfi r í svart te. Nýleg rannsókn sem birt er í ritinu Journal of Psychopharmacology bendir til þess að svart te geti róað taugarnar á ögurstundu. Þrátt fyrir að það sé koffín í svörtu tei þá er ljóst að þeir sem drekka reglulega te eru ekki eins taugatrekktir og félagar þeirra sem eru í kaffi drykkju. Minna er af kortísól streitu-hormóninu í blóðinu hjá tedrykkjumönnunum heldur en þeim sem drekka kaffi .

Exit mobile version