Site icon Fitness.is

Styrktaræfingar minnka kólesteról

Sumar – ekki allar – rannsóknir sýna fram á að þolæfingar minnka heildarkólesteról. Þolþjálfun virðist hafa tilhneygingu til að minnka magn LDL – vonda kólesterólsins og þríglyseríða en hækka magn HDL – góða kólesterólsins.

Vísindamenn í Brasilíu hafa sýnt fram á að eftir 16 vikna erfitt æfingakerfi sem byggst á styrktaræfingum minnkaði heildar-kólesteról um 22%. Þátttakendur í rannsókninni voru miðaldra karlar og konur.

Styrktarþjálfunin hafði engin áhrif á LDL kólesteról, HDL kólesteról né þríglyseríð. Engar breytingar urðu á líkamsþyngd eða BMI – hlutfalli vöðva og fitu í líkamanum.

Þörf er á ítarlegri rannsóknum til að greina hver áhrif styrktarþjálfunar er á áhættuþætti hjartasjúkdóma.
(Journal Sports Medicine Physical Fitness, 52:286-292)

Exit mobile version