Site icon Fitness.is

Sterkari með æfingafélaga

„No pain no gain“ sagði Arnold í myndinni sinni Stay Hungry – sem var saga vaxtarræktarmanns. Vísindamenn og þjálfarar hafa vitað árum saman að til þess að vöðvi stækki og verði sterkari þurfi hann að verða fyrir ofurálagi. Það er hinsvegar ekki alltaf auðvelt að beita sjálfan sig þrýstingi. Það er stundum erfitt að kreista út úr sér síðustu hitaeiningunni til þess að lyfta lóðunum einu sinni enn. Menn ná meiri árangri þegar þeir eru undir leiðsögn eða með æfingafélaga heldur en þegar þeir æfa einir samkvæmt rannsókn sem Dr. Scott Mazzetti og félagar við Ball State Háskólann gerðu. Í rannsókninni voru menn látnir taka sjö til átta erfiðar æfingar 12 endurtekningar og fjórar lotur á hámarksátaki. Þeir sem æfðu undir leiðsögn náðu 15-20% meiri árangri en þeir sem æfðu einir. Rannsóknin sýnir gildi þess að hafa æfingafélaga eða einkaþjálfara.

(Med & Sci in Sports and Exer, 32:1175, 2000)

Exit mobile version