Við nánari greiningu á gögnum um samband skokks og dánartíðni kom í ljós að fylgnin var „U-laga“ sem merkir að dánartíðnin lækkaði í takt við aukningu skokksins þar til ákveðnum kjörtíma í skokki var náð og eftir það dró úr fylgni. Klukkutíma til tveggja og hálfs klukkutíma skokk á viku sem skiptist í tvö til þrjú skipti var kjörlengd skokks hvað þetta varðar að sögn Dr. Peter.
Hann sagði á fundi með hjartasérfræðingum að fylgnin ætti margt sameiginlegt með fylgni alkóhóldrykkju. „Dánartíðnin er lægri hjá þeim sem stunda hóflegt skokk en hjá þeim sem stunda ekkert eða mjög mikið skokk “. Ennfremur bendir læknirinn á að „best sé að skokka þannig að maður sé móður en ekki lafmóður“. Skokk hefur fjölmarga heilsuvæna kosti í för með sér. Súrefnisupptaka verður betri, insúlínnæmni batnar, blóðþrýstingur lækkar og hlutfall góða og vonda kólesterólsins verður hagstæðara.
Á síðasta ári kynnti Dr. Peter sömuleiðis rannsókn sem hann vann að við Bispebjerg Háskólann sem snéri að hjólreiðamönnum. Þar kom svipuð fylgni í ljós – lífslíkur hjólreiðamanna jukust um 5 ár, en niðurstöður þeirrar rannsóknar sýndi fram á að það voru þeir sem hjóluðu hraðast og mest sem juku lífslíkurnar mest.
Vert er að nefna þegar lífslíkur lengjast um fimm til sex ár aukast lífsgæðin í miklu fleiri ár. Að lifa langa ævi er gott, sérstaklega ef lífsgæðin haldast góð.
(European Society of Cardiology / Vefútgáfa Independent 3. maí 2012)