Hér er ætlunin að hlaupa yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við þjálfun magavöðvana og sýna nokkrar æfingar sem eru mjög góðar til að byggja upp þessa vinsælu vöðva. Í hverri lyftu skal gæta þess að viðhalda ákveðnum takti í hreyfingum og gæta þess að rykkja ekki og láta átakið vera stöðugt – það á alltaf að vera átak á vöðvunum – aldrei dauður punktur. Æfingarnar sem sýndar eru hér á síðunni á að gera tvisvar í viku. Oftar er ekki endilega betra, þó magavöðvarnir séu frekar fljótir að jafna sig. Eins og aðrir vöðvahópar, þá taka magavöðvarnir best við sér þegar þeir eru æfðir af krafti í stuttan tíma og fá tíma til að byggja sig upp og hvílast. 1. Magakreppur í togvél. 3 x 8-122. Öfugar uppsetur 3 x 8-123. Uppsetur á gólfi 3 x 8-124. Fótalyftur 3 x 8-12
|