Site icon Fitness.is

Rannveig með brons á heimsmeistaramótinu í fitness

_EG50783Um síðastliðna helgi fór fram heimsmeistaramótið í fitness fram í Búdapest. Þrír Íslendingar kepptu á mótinu, þær Rannveig Hildur Guðmundsdóttir, Aðalbjörg Arna Gærdbo Smáradóttir og Aníta Rós Aradóttir. Allar kepptu þær í módelfitness í sitthvorum flokknum. Gríðarlegur fjöldi keppenda tók þátt í mótinu og sumir flokkarnir óvenju stórir. Rannveig Hildur náði þeim frábæra árangri að ná þriðja sæti í 39 manna flokki sem verður að teljast einn besti árangur sem Íslendingur hefur náð í módelfitness. Þær Aðalbjörg Arna og Aníta Rós komust ekki í úrslit í sínum flokkum. Heimsmeistara- og Evrópumótin eru tvímælalaust erfiðustu mótin sem íslenskir keppendur fara á og því vakti það mikla athygli úti að Rannveig Hildur hafi náð þessum árangri, sérstaklega í ljósi þess að þetta var hennar fyrsta alþjóðlega mót.

Meðfylgjandi eru svipmyndir frá mótinu sem Einar Guðmann tók um helgina í Búdapest.

Umfjöllun ifbb.com um mótið.

 

Exit mobile version