Site icon Fitness.is

Prótínríkt mataræði stuðlar að léttingu

kjotsteikÍþróttamenn þurfa meira prótín í mataræðinu en aðrir til viðhalds vöðvamassa. Hinsvegar dugir flestum að fá 0,8 g af prótíni fyrir hvert kíló líkamsþyngdar til að viðhalda prótínþörf líkamans. Íþróttamenn og fólk sem vinnur átakavinnu hefur gagn af því að fá meira. Það telst prótínríkt mataræði þegar prótínið er komið í 1,5 g fyrir hvert líkamskíló. Tilgangurinn með prótínríku mataræði er að varðveita vöðvamassa í niðurskurði, hafa stjórn á matarlist, bæta blóðsykurstjórnun og hámarka frásog kalks fyrir heilbrigð bein. Prótínríkt mataræði felur í sér meira af amínósýrum sem eru uppbyggingarefni prótína sem stuðla sömuleiðis að nýmyndun vöðva jafnvel þegar mataræðið er að öðru leyti orkulítið. Mysu- og mjólkurprótín eru sérstaklega mikilvæg í þessu sambandi vegna þess að þau útvega líkamanum lífsnauðsynlegar amínósýrur sem hann getur sjálfur ekki framleitt. Prótínríkt mataræði gagnast helst líkamsræktarfólki og þeim sem stefna að vöðvauppbyggingu og lægra fituhlutfalli.
(Journal of Food Science, 80: A2-A7, 2015)

Exit mobile version