Allir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu lést um að minnsta kosti 10 kg. Líklegt þykir að einfaldasta leiðin til þess að fá nægt prótín og auka líkurnar á að viðhalda léttingunni er að drekka prótíndrykk með 25 g af prótín saman við mjólk eða ávaxtasafa. Þannig minnkar matarlystin. Í ljósi þess að stór meirihluti þyngist aftur eftir léttingu veitir ekki af öllum tiltækum ráðum til þess að draga úr líkunum á því að þyngjast og lenda aftur í sama farinu. Prótín virðist auk þess draga úr matarlyst umfram önnur orkuefni sem líklega má rekja til áhrifa ákveðinna amínósýra.
(International Journal of Obesity, vefútgáfa 28. mars 2014)