Site icon Fitness.is

Öll hreyfing skilar sér þó lítil sé

Kyrrseta er vandamál tölvuvæddu kynslóðarinnar. Þeir sem eiga erfitt með að finna tíma til að fara í ræktina og stunda æfingar ættu að nota hvert tækifæri til hreyfingar. Það að taka stigann, vaska upp eða sinna hefðbundnum heimilisstörfum skilar sér í betri heilsu. Samkvæmt kanadískum rannsóknum kemur öll hreyfing að gagni fyrir betri heilsu. Brennsla og þol skilar sér best í æfingum en ekki má vanmeta gildi þess að vera á hreyfingu af og til yfir daginn og þar á að ráða sú regla að margt smátt verður stórt á endanum. Kanadíska rannsóknin sýndi að það að standa upp úr sófanum af og til og sinna einhverjum húsverkum af of til bætir líkamlegt form mun betur en áður var talið.

Exit mobile version