Site icon Fitness.is

Ólífuolíur og fitubrennsla

Fita inniheldur tvöfalt fleiri hitaeiningar en kolvetni. Spurningin er því hvernig það má vera að hægt sé að léttast með því að borða fitu? Kenningin er sú að þegar líkaminn meltir fæðu fari af stað orkuleysandi efnaskiptaferlar. Aðrir efnaferlar fangi orkuna og geyma hana sem fitu, glýkógen eða orkuefni sem frumurnar geta gripið til á fljótvirkan hátt (ATP og kreatínfosfat).

Líkaminn getur brennt aukaorku með því að virkja svonefnd aftengingarprótín. Þannig fer í gang efnaskiptaferli sem losar um orku sem hita í stað þess að geyma hana í fituforða.

Spænskir vísindamenn sýndu fram á að í rottum sem fengu ólífuolíu – einómettaða fitu – jókst virkni aftengingarprótína í fitu og vöðvavefjum og efnaskiptahraði jókst einnig.

Ólífuolía leikur stórt hlutverk í Miðjarðarhafsmataræðinu sem byggist á fitulitlu kjöti, fiski, kornmeti, ávöxtum og grænmeti. Margar rannsóknir hafa sýnt að Miðjarðarhafsmataræðið er heppilegt fyrir heilbrigði og forðar mörgum frá offitugildrunni. Þessi virkni ólífuolíunnar á aftengingarprótín kann að skýra hvers vegna þetta mataræði virkar jafn vel og raun ber vitni.

(Am J Clin Nutr, 75: 213-220)

Exit mobile version