Site icon Fitness.is

Ofurálag í stuttan tíma getur aukið árangur íþróttamanna

Þrátt fyrir að eitt henti einum og annað öðrum eru samt sem áður ákveðin atriði í æfingaáætlunum sem gilda fyrir alla. Tilraunir og endalaus mistök eru grunnurinn að þeirri þekkingu um æfingar og árangur þeirra.Persónubundið er hvernig æfingaáætlanir virka og það sem hentar einum hentar alls ekki öðrum. Kringlukastarar eða spjótkastarar æfa allt öðruvísi heldur en vaxtarræktarmenn svo dæmi sé tekið. Til viðbótar við mismunandi æfingaáætlanir eru ýmsir aðrir utanaðkomandi þættir sem skipta máli. Hitaeiningar, amínósýrur, erfðir, álag í æfingum, tímalengd álags í æfingum og hvíld eru dæmi um atriði sem eru persónubundin og hafa hvert um sig mikið að segja um það hver árangurinn verður. Þrátt fyrir að eitt henti einum og annað öðrum eru samt sem áður ákveðin atriði í æfingaáætlunum sem gilda fyrir alla. Fram kemur í áhugaverðri grein eftir Emidio Pistilli og félaga við sálfræðideild Háskólans í Pensilvaníu í bandaríkjunum að ofurálag í stuttan tíma getur aukið styrk og árangur hjá lyftingamönnum og öðrum íþróttamönnum umfram hefðbundnar æfingar. Með ofurálagi er átt við tímabundið aukið álag í æfingum og átökum. Ofþjálfun er allt annað mál. Þar er um að ræða langvarandi álag sem endar með minni árangri. Þeir félagar halda því fram í greininni að með því að auka og lengja álagið í æfingunum í eina viku (hámark þrjár vikur) og fylgja því eftir með tímabili þar sem dregið er úr æfingum, aukist styrkurinn.
Lykilatriðin í þessari kenningu eru að auka álagið tímabundið og fylgja því eftir með hóflegum æfingum. Framkvæmdin er engu síður list heldur en vísindi. Þar af leiðandi er líklegt að árangurinn sé mjög persónubundinn. Reynsla og aðlögunarhæfni íþróttamannsins sjálfs hefur mikið um það að segja.
(Strength and Conditioning Journal,
30 (6): 39-44, 2008)

Exit mobile version