Site icon Fitness.is

Ófrískar konur þurfa ekki aukaskammt af járni

Yfirleitt er það svo að þegar kona verður ófrísk að henni er ráðlagt að taka járn í töfluformi. Þetta er sérstaklega gert eftir tuttugustu viku í meðgöngunni. Bresk rannsókn bendir hinsvegar til þess að fullmikið er að gefa þetta mikið af járni.Ófrískar konur nýta járn nefnilega betur úr fæðunni eftir því sem líður á meðgönguna og þörfin eykst. Líkaminn virðist aðlaga frásog járnsins í samræmi við gengi meðgöngunnar og þörf fóstursins fyrir járn. Í rannsókninni borðuðu 12 heilbrigðar og ófrískar konur mataræði sem innihélt um 13 mg af járni og C- vítamín. C- vítamín reynist nefnilega auka upptöku járns um helming en kaffi og te hefur öfug áhrif. Niðurstaðan varð sú að með C- vítamínríkri fæðu og járni, þá þurftu konurnar ekki meira. Vísindamennirnir ráðlögðu konunum að borða mikið af grænu grænmeti vegna þess að þær gátu þrútnað af járninu. Jafnframt ráðlögðu þeir konum að sleppa öllu auka járni í töfluformi vegna þess að töflurnar freistuðu oft lítilla barna sem geta orðið fyrir eitrun ef þau borða töflurnar. Nokkur slík tilfelli hafa komið upp og því ástæða til a geyma járntöflurnar á góðum stað.

Exit mobile version