Site icon Fitness.is

Of upptekin til að æfa?

Það er auðveldara en virðist í fyrstu að koma hreyfingu fyrir á tímaplani dagsins. Málið er að grípa tækifærið til þess að stunda hreyfingu samhliða ýmsum daglegum venjum.

Hádegið
Farðu í hádeginu í æfingastöð sem er skammt frá vinnustaðnum, eða fáðu vinnufélagana til þess að vera með þér í gönguhóp sem skreppur út í hádeginu í göngutúr.

Út með hundinn
Hundar eru góður félagsskapur og hvetja þig til þess að fara daglega í gönguferð.

Vaknaðu snemma
Rannsóknir sýna að fólk sem æfir á morgnana hættir síður að æfa. Vaknaðu hálftíma fyrr og gerðu æfingar heima hjá þér, eða vaknaðu klukkutíma fyrr og skrepptu í æfingastöðina.

Gerðu ráð fyrir æfingu
Hafðu það viðhorf að æfing sé jafn nauðsynleg og fundur eða annað mikilvægt sem þú skipuleggur yfir daginn. Skipulegðu tíma fyrir æfingu og stattu við að fara.

Taktu á
Ef þú ferð út að ganga skaltu ganga rösklega. Sama gildir um tiltektina heima eða húsverkin. Röskleg hreyfing skilar sér í brennslu.

Exit mobile version