Site icon Fitness.is

Mysuprótín lækkar blóðþrýsting hjá þeim sem þurfa

Háþrýstingur er undanfari hinna ýmsu meina og sjúkdóma og eykur hættu á hjartaslagi, heilablóðfalli, risvandamálum og nýrnasjúkdómum. Þeir sem þurfa að taka sérstök lyf við háþrýstingi fá sömuleiðis í bónus ýmsar óþægilegar aukaverkanir vegna lyfjanna.

Samkvæmt rannsókn sem Susan Flengel og félagar við Washington Ríkisháskólann í Pullman komust að því að mysuprótín lækkar blóðþrýsting í hvíld um 6 – 8 mmHg hjá þeim sem eru með háþrýsting, en hefur engin áhrif á þá sem er með eðlilegan blóðþrýsting. Niðurstöðurnar eru jákvæðar fyrir þær sakir að mysuprótín er ódýrt bætiefni sem öllum er aðgengilegt og hefur engar aukaverkanir. Þeir sem eru með háþrýsting og eru að stunda æfingar sér til heilsubótar í ræktinni ættu því fremur að velja mysuprótín umfram annað ef þeir eru á annað borð að taka prótín vegna æfinga ef marka má þessar niðurstöður.

(ScienceDaily, 8. desember 2010, gefinn út af International Dairy Journal á vefnum)

Exit mobile version